Bílskúrshurðir –
Við bjóðum uppá gæða bílskúrshurðir og iðnaðarhurðir í öllum mögulegum útfærslum, markmið okkar er einfalt. Gæði og gott verð!
Hurðirnar okkar eru gerðar úr flekum sem eru gerðir úr 40mm polýúreþan kjarna sem er klæddur með 0,5 mm stálplötum. Pólúreþan er freonlaust og inniheldur ekki umhverfisskaðleg efni. Mótorarnir sem við bjóðum uppá eru frá tveimur framleiðendum, Sommer sem er leiðandi í framleiðslu bílskurs- og iðnaðarhurðamótorum í Evrópu en við bjóðum einnig uppá hagkvæmari valkost sem er sérframleiddur fyrir birgja okkar, MilnerTore.
Útlit og upplýsingar um bílskúrshurðir –
Útlit í boði – hvítar hurðir
- Litur: Hvítur
- Áferð: Woodgrain (hvítur fleki með viðaráferð) eða slétt áferð
- Útlit: ,,broad-ribbed” – Hver hurðarfleki tvískiptur í miðju
- Litur: Hvítur
- Áferð: Woodgrain (hvítur fleki með viðaráferð)
- Útlit: ,,narrow-ribbed” – Hver hurðarfleki skiptist með mörgum línum


Útlit í boði málaðar hurðir (allir litir í RAL litakerfinu)
- Litur: Allir litir úr RAL litakerfinu í boði
- Áferð: Woodgrain (viðaráferð)
- Útlit: ,,broad-ribbed” – Hver hurðarfleki tvískiptur í miðju
- Litur: Allir litir úr RAL litakerfinu í boði
- Áferð: Woodgrain (hvítur fleki með viðaráferð)
- Útlit: ,,narrow-ribbed” – Hver hurðarfleki skiptist með mörgum línum


Hurðir með viðarútliti
Einnig er hægt að fá hurðirnar okkar með viðarútlit






Opnunarmöguleikar og mótorar

Allar okkar bílskúrshurðir er hægt að fá með eða án rafmótors ef rafmótor er ekki valinn er sett læsing á hurðina sambærileg og sést hér til hliðar. Læsingarnar eru til í ýmsum litum, við mælum hinsvegar með rafmótor ef aðstæður leyfa slíkt en verðið á mótorunum sem við bjóðum uppá kemur á óvart, þrátt fyrir há gæði.
Mótorar
Við bjóðum uppá mótora frá tveimur framleiðendum en Kapu-Ker framleiðandi hurðanna okkar hóf framleiðslu á sínum eigin mótorum sem bera nafnið MilnerTore og hafa reynst vel. Nú þegar eru hurðir hérlendis með MilnerTore mótorum og hafa reynst vel. Hugmyndin um framleiðslu eigin mótora koma þegar að eigendur fyrirtækisins sáu að það væri hægt að búa til gæðamótora sem væri hægt að bjóða á töluvert hagstæðari verðum.
MilnerTore

Upplýsingar um MilnerTore
- 2 fjarstýringar
- Rás fjarstýringar: 4
- hægt að fá með 800, 1200 og 1800 Nm, öfluagsti mótorinn ræður við hurðir sem eru allt að 20m2 að flatarmáli
- Nútímalegt útlit með blárri led lýsingu.
- Auðveldur í forritun og uppsetningu
- Hannaður af reynslumiklum bílskúrshurðaframleiðanda
- Auðvelt að fá varahluti
- 2 stk. 4-rása fjarstýringar fylgja
Sommer
Sommer er leiðandi framleiðandi í bílskúrshurðamótorum, þeir sem vilja eyða aðeins meira og fá vöru sem hefur verið á markaðnum í tugi ára og hefur sannað sig um alla evrópu, Sommer mótorarnir hafa reynst gríðarlega vel.
Sommer Aperto A550l og A800Xl

Upplýsingar um Summer Aperto
- 1 fjarstýring fylgir
- Rás fjarstýringar: 2
- hægt að fá með 550nm (upp að 9m2 hurð) og 800nm mótorum upp að 13m2 hurð)
- Hægt að fá smartstýringu
- Hentar vel þar sem lægra er til lofts þar sem hann tekur lítið pláss
- Sjálfvirk aflstýring, mótorinn notar ekki meira afl og þar með orku en þarf til að lyfta hurðinni
- Hægir á sér við opnun og lokun hurðar
- Hljóðlátur mótor sem er framleiddur með orkuspörun í huga
Sommer Base+ 800 og 1100

Upplýsingar um Sommer Base
- 1 fjarstýring fylgir með
- Rás fjarstýringar: 4
- hægt að fá með 800 Nm (upp að 15m2 hurðum), og 1100 Nm (upp að 20m2 hurðum)
- Jafnframt til fyrir iðnaðarhurðir
- Renna úr sínki
- Hljóðlátur
- Gríðarlega öflugur mótor sem er fyrir þá sem setja kröfur
- Hægt að fá smart stýringu
Aukahlutir og viðbætur
Aðlagaðu hurðina að þínum þörfum, við bjóðum upp á ýmsa möguleika/aukahluti á hurðirnar
Gluggar
- Við bjóðum upp á glugga á hurðina okkar
- Gluggarnir eru 510x330mm og er hægt að hafa þá í ýmsum litum.
Inngönguhurðir

Aðrir aukahlutir
- Sérðu ekki það sem þú leita að? hafðu samband við okkur og við sjáum hvort það sé ekki hægt að græja málið, möguleikarnir eru nánast endalausir og er ekki allt á heimasíðunni okkar
Brautir og festingar
Hurðirnar okkar koma með brautakerfum og öllu festingum sem þarf til uppsetningar. Brautakerfin koma með góðum skref fyrir skref leiðbeiningum og eru gríðarlega þægilega í uppsetningu.
Við bjóðum uppá ýmsar tegundir brautakerfa fyrir bílskúrshurðir. Okkar aðalbrautakerfi eru frá Doco sem er reynslumikill aðili í evrópu, helstu brautakerfin heita HOME-X og HOME-F upplýsingar um þau koma hér að neðan. Við bjóðum jafnframt uppá önnur brautakerfi. Hafðu samband ef þú ert að leita af brautakerfi sem er ekki á síðunni okkar.
HOME-X

HOME-F

HOME-X video
HOME-F video