Hvítar hurðar

Iðnaðarhurðir

Við bjóðum ekki einungis uppá bílskúrshurðir fyrir heimili heldur einnig Iðnaðarhurðir, reynsla er komin á hurðirnar okkar frá árinu 2020 þegar fyrstu hurðirnar voru settar upp í Goðanesi á Akureyri og hafa þær reynst frábærlega.

Útlit í boði – iðnaðarhurðir

  • Litur: Hvítur
  • Áferð: Stucco (sjá mynd)
  • Útlit: ,,narrow ribbed”
  • Litur: Grár (RAL9006)
  • Áferð: Stucco (sjá mynd)
  • Útlit: ,,narrow-ribbed”

Iðnaðarhurðir frá okkur hérlendis

Dökkgráar hurðir með panorama gluggum í Týsnesi á Akureyri

Hvítar hurðir með panorama gluggum í Goðanesi á Akureyri

Opnunarmöguleikar og mótorar iðnaðarhurðir

Keðjuopnun

Sommer rafmótorar

Við bjóðum uppá mótora frá Sommer sem er leiðandi framleiðandi í evrópu þegar það kemur að mótorum fyrir iðnaðarhurðir, mótorarnir eru gríðarlega öflugir og endingargóðir. Með öllum mótorum koma 4 rása gæða fjarstýringar.

Gluggar í iðnaðarhurðir

Hægt er að fá iðnaðarhurðirnar frá okkur með bæði ,,klassískum” gluggum og panorama gluggum eins og sést á myndunum hér að ofan, panorama einingarnar eru í sömu stærð og aðrar einingar svo hægt er að fá eina röð af panorama gluggum eða tvær, ef það eru tvær er ekki nauðsynlegt að raða þeim ofan á hvor annari heldur er hægt að raða þeim að vild.

Brautir og festingar fyrir iðnaðarhurðir

Hurðirnar okkar koma með brautakerfum og öllu festingum sem þarf til uppsetningar. Brautakerfin koma með góðum skref fyrir skref leiðbeiningum og eru gríðarlega þægilega í uppsetningu.

Við bjóðum uppá ýmsar tegundir brautakerfa fyrir iðnaðarhurðirnar okkar. öll brautarkerfin eru úr galvinseruðu stáli.