Ábyrgðar og viðskiptaskilmálar
Ábyrgðaraðili
Akurberg ehf
Kt 460804-2210
Pantanir
Pantanir fara fram í gegnum tölvupóst á pantanir@bilskurshurd.is eða í gegnum formið hér á síðunni. Það er á ábyrgð kaupanda að þau mál sem hann gefur upp séu rétt og tekur bílskúrshurð.is enga ábyrgð ef rekja má að hurð passi ekki vegna þess að kaupandi gaf upp röng mál.
Greiðslur
Allar vörur sem eru lagervörur skal staðgreiða nema um annað sé samið. Um vörur sem eru sérpantaðar gildir það greiðslufyrirkomulag sem kemur fram á tilboði. Framleiðsla fer ekki af stað og pöntun telst ekki staðfest fyrr en staðfestingar gjald hefur verið greitt.
Að falla frá eða breyta pöntun
Ef framleiðsla á vöru hefur ekki hafist getur kaupandi hætt við kaup og er staðfestingargjald þá endurgreitt, hins vegar ef að framleiðsla á vöru er hafin er ekki hægt að falla frá kaupum og fæst staðfestingar gjald ekki endurgreitt í þeim tilfellum. Ef breyta þarf pöntun vegna mistaka hefur kaupandi 24 klst. til að gera slíkt eftir að sá tímarammi er liðinn tekur bílskúrshurð.is enga ábyrgð á að breytingar séu mögulegar en að sjálfsögðu breytum við pöntun ef að framleiðsla er ekki hafin og möguleiki fyrir breytingum er fyrir hendi.
Verð og sendingarkostnaður
Öll okkar verð innihalda virðisaukaskatt og eru í íslenskum krónum nema annað sé tekið fram. Sendingarkostnaður er þó ekki innifalinn en hurðir eða aukahlutir sem afhendingarstaður er á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri bjóðum við upp á að verð séu gefin upp með sendingarkostnaði sé þess óskað.
Afhending
Um afhendingu gilda þeir skilmálar sem koma fram í tilboðinu. Við erum með vöruafgreiðslu fyrir þær vörur sem eru sendar til Akureyrar en á höfuðborgarsvæðinu eru vörurnar annað hvort sóttar til innflutningsaðila eða keyrðar til kaupanda sé þess óskað. Séu vörur ekki sóttar innan þeirra tímamarka sem tekið er fram í tilboðinu reiknast geymslugjald á þær.
Afhendingartími
Afhendingartími er eins og kemur fram í tilboði/pöntunarstaðfestingu. Að jafnaði eru hurðir afhentar 4-9 vikum eftir pöntun en það getur verið breytilegt eftir stöðu á verksmiðju og því mun afhendingartími koma fram í tilboðinu. Tafir sem stafa af ófyrirséðum aðstæðum ss. hráefnisskorts, vélarbilana, seinkana skipaflutninga, framleiðslugalla eða flutningsskemda eru ekki skaðabótaskyldar, skaðabætur vegna tafa geta að hámarki samsvarað virði vörunnar sem var keypt.
Skemmdir í flutning, tjón og framleiðslumistök
Pöntun sem er afhent innan 4 vikna frá afhendingardagsetningu á tilboði telst afhent á réttum tíma og eru ekki veittar bætur sem nema styttri tíma en það. Verði mistök eða gallar í framleiðslu mun Bílskúrshurð.is bæta þann galla ef að kaupandi sýnir fram á að gallann má rekja til mistaka seljanda, í þeim tilfellum hefur seljandi 12 vikur frá þeim tíma sem kvörtun berst til þess að bæta gallan án skaðabóta. Eftir það mun afsláttur vera gefinn af vörunni í samræmi við tjón kaupanda, ef um galla er að ræða sem ekki veldur því að vara sé nothæf, ss útlitsgalli eiga þessi tímamörk við en seljandi skal reyna að bæta úr tjóninu jafnt fljótt og mögulegt er.
Kvartanir
Seljandi skal tilkynna um tjón á vöru um leið og vara er afhent og skal hann yfirfara vöru við afhendingu. Ef að skemmdir eru á vörunni sem kaupandi tilkynnir ekki við afhendingu tekur bílskúrshurð.is ekki ábyrgð á slíku nema að hann geti sýnt fram á að tjónið hafi verið á vörunni við afhendingu. Allar kvartanir skulu berast á bilskurshud@bilskurshurd.is